Veggupptakari - Leiðbeiningar
Leiðbeiningar um notkun
- Veggupptakarinn er sérstaklega hannaður til þess að opna vínflöskur á skemmtilegan og einfaldan máta án þess að þú þurfir að halda í þær.
- Hólkurinn heldur flöskunni og ef þú treystir ekki hólknum passaðu þig á því að snúa eða hreyfa ekki flöskuna þegar þú tekur í handfangið og lætur orminn sækja korktappan.
- Gott er að fara mjög rólega á meðan ormurinn nær taki á tappanum.
- Ekki nota veggupptakaran til þess að opna kampavíns- eða freyðivínsflöskur.
-
10 ára ábyrgð er á veggupptakara vegna framleiðslugalla.
Pinninn sem gengur í gegnum hólkinn býður upp á 3 stillingar: (Gætið þess að losa pinnan ekki alveg úr, nóg er að losa örlítið um hann, setja í stillinguna og herða svo þéttingsfast aftur.)
Stilling 1 Til að fjarlægja langa korktappa (Reserva & Gran reserva)
|
Stilling 2 Til að fjarlægja styttri og miðlungs korktappa (Vintage)
|
Stilling 3 Til að fjarlægja styttri korktappa á yngri vínum (Young & Nouveau)
|
Viðhald & þrif
- Þeir partar sem hreyfast á veggupptakaranum gæti þurft að smyrja endrum og eins. Ef þig grunar að veggupptakarinn þinn sé stífur að þá er kominn tími á að smyrja hann - handfangið á að vera mjög lipurt ef það er togað niður og aftur upp í lausu lofti. Einnig gæti verið að lamirnar efst við handfangið stífni með tímanum.
- Gott er að nota þunna teflon olíu. Örlítið af olíu dugar, alls ekki setja of mikið.
- Við þrif skaltu nota mjúkan klút og sápuvatn. Þurrkaðu vel og vandlega eftir á svo enginn raki sitji eftir.
- Alls ekki nota efni sem inniheldur alkóhól eða leysiefni. Ekki nota stálull, pottaskrúbba eða gróf áhöld við þrifin.