Um BOJ

 BOJ Logos frá 1905
BOJ vörumerkið frá 1905 til dagsins í dag.
 

BOJ er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1905 í Eibar á Spáni og hefur til dagsins í dag framleitt vandaðar sérvörur innan sömu fjölskyldu á sama stað. BOJ framleiðir vörur fyrir vínáhugafólk, veitingastaði, bari, hótel og fleira. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera sérlega vandaðar, bera fallega hönnun og endingargóðar.


Tappatogararnir Cellar og Owl eru dæmi um skemmtilegar vörur frá BOJ sem eru þekktar út um allan heim. Uglan (Owl) fékk einkaleyfi árið 1932 og hefur verið framleidd síðan og er enn í dag vinsæl hönnunarvara víðsvegar um heiminn. Hún er m.a. seld í söfnum nútímalistar í New York og Tokyo (Museums of Modern Art).


Vinsælasta vara BOJ er án efa veggupptakarinn sem þau hafa einkaleyfi fyrir út um allan heim síðan árið 1959 - týpan sem hefur viðarhandfang og kallast Professional Wall-Mounted Corkscrew.

Veggupptakarinn var upphaflega hannaður fyrir t.d. vínekrur, vínsmakkanir, veitingastaði, bari, veisluþjónustur og fyrir staði þar sem þurfti að opna mikið magn af vínflöskum. En fljótlega voru einstaklingar farnir að kaupa veggupptakarann til þess að gefa barnum heima fagmannlegt útlit eða til að hafa fallega og skemmilega hönnun í stofunni eða í eldhúsinu. Í dag er veggupptakarinn vinsæl gjafavara og gjöf frá fyrirtækjum.

 

Skoða Traditional Collection


Árið 2015 hélt BOJ upp á 110 ára afmæli sitt með því að gefa út “110” línuna. Í grunninn sama tækni og í Traditional línunni en með nútímalegri hönnun í takt við tískustrauma dagsins í dag. Við framleiðslu á “110” línunni eru notaðir umhverfisvænni ferlar en áður.

Skoða "110" Collection

Árið 2018 kom Lux línan frá BOJ sem hámarkar gæði og gefur ákveðinn glæsibrag með sérvöldum litum. Hægt er að velja á milli 8 lita sem fylgja tískustraumum hverju sinni.

Skoða "110" Lux Collection

 

BOJ er með dreifingaraðila um hálfan heiminn og fer ört vaxandi!